ÆVINTÝRARÓÐUR

ÆVINTÝRARÓÐUR

Á vit ævintýranna! Í þessum róðri verður farið í ferðalag og fundinn stórbrotinn staður til róa á.  Mismunandi áfangastaðir.

Brettin verða brotin saman í bakpoka (17kg) og gæti viðkomandi þurft að bera pokann einhvern spöl á áfangastað þar sem hann þarf að blása brettið upp sjálfur með tilheyrandi pumpu og ganga frá því eftir róðurinn. 

Verð:   Tilboð, fer eftir áfangastað hverju sinni 

Innifalið í ferð: 

 • Kynnig og kennsla á SUP betti 
 • Róðrabretti, árar og allur öryggisbúnaður 
 • Þurrbúningur 
 • Skór og vettlingar 

Lengd ferðar:  3-5 tímar  

Staðsetning:  Nökkvi siglingaklúbbur, Akureyri 

Fjöldi farþega í ferð: 

 • Minnst: 2  
 • Mest: 4 

Gott að hafa meðferðis: 

 • Hlýr og þæginlegur innanundirfatnaður 
 • Auka föt ef þú skyldir blotna – en líkur á því eru litlar 
 • Nesti 
 • Góðir skór 
 • Fatnaður í takt við veður 

Skilmálar: 

 • Aldurstakmark – 18 ára 
 • Vera örugg/ur í vatni og vera synt/ur 
 • Vera líkamlega vel á sig komin/n
 • Brettin þola allt að 150kg þyngd 
 • Óléttum konum er ekki ráðlagt að fara á brettin 

Athugið að við mælum með því að ef þið komið með rafmagnstæki (síma, myndavélar eða annað slíkt) að tækin séu vatnsheld eða í vatnsheldum hulstrum. 

Hafðu samband fyrir nánri upplýsingar

Skilmálar – veður og aðstæður. 

Vinsamlegast athugið að ferðirnar eru mjög háðar veðri og vindum. Af öryggisástæðum áskiljum við okkur þann rétt að fresta/fella niður ferðir ef veður eða aðrar aðstæður uppfylla ekki skilyrði. Þetta getur gerst með stuttum fyrirvara. Ef ferð fellur niður vegna veðurs á viðskiptavinur rétt á fullri endurgreiðslu, einnig er hægt að færa eða endurskipuleggja ferðina. 

Ferðir alla daga

Hafðu samband

Sími

+354 696 4044

Póstfang

pni@pni.is

Heimilisfang

Drottningabraut (Nökkvi Siglingaklúbbur)

600 Akureyri